föstudagur, desember 09, 2005

Myrkraverk

Í gærkveldi var hlaupið Powerade, veður var gott hiti yfir frostmarki og austan kaldi. Stígarnir voru auðir fyrir utan 10 m hálkukafla en skyggni var afleitt, sérstaklega þegar flóðljósin við Árbæjarlaug bar við sjóndeildarhring, þá sá ég ekki neitt og hljóp eftir minni. Tíminn var slakur, eða rúmar 44 mínútur, 15 sekúntur slakara en síðast og í betri aðstæðum. En þar sannast hið formkveðna að uppskeran er í samræmi við sáninguna. Ég hef nefninlega verið frekar latur við hlaupaæfingar og ekki náð 20 km á viku sl 3 vikur. Nú er bara að gyrða sig í brók og vera duglegri á aðventunni. Ég þarf fyrst og fremst að bæta við 12-15 km hlaupi einu sinni í viku, því að 5 km formið er ágætt, en heldur fer að halla undan fæti seinni hluta hlaups.

Engin ummæli: