Ég fór í Poweradeá fimmtudagskvöld síðast og gekk þolanlega miðað við ástundun síðustu vikna. Ég slefaði þetta á 44 mínútum rúmum og var orðinn æði þreyttur í rafveitubrekkunni. Ég halaði inn 7 stig og finnst mér það furðu gegna að eftir því sem ég er í lakara formi gengur mér betur í samanburði. Til að mynda hef ég nokkrum sinnum unnið minn aldursflokk í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar, sem haldið er á sumardaginn fyrsta ár hvert. Þá hef ég verið í slöku formi, en það vill mér til happs að hlaupið er afar fámennt og eru yfirleitt 3-4 í mínum aldursflokk. Þeir hinir sömu eru þá í lélegra formi en ég og í allt öðrum þyngdarflokki.
Ég hljóp ekkert um helgina,
6,5 á mánudag stígandi tempó í 5 km og rólega 1,5. Í gær fór ég 9 km byrjaði 6,5 rólega með skokkhópnum og tók svo 4x380 m stígandi á tempói 4:02, 3:52, 3:44, 3:36. Mér leið ágætlega eftir þetta og vonandi fer formið að koma.
miðvikudagur, desember 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli