mánudagur, desember 19, 2005
Bakþankar
Í gær varð ég fyrir því óláni að detta á tröppunum heima hjá mér og laska bakið á mér. Betur fór en á horfðist og reyndist ég óbrotinn og er þetta sennilega mar á milli rifja. Verkurinn er slæmur en skárri en í gær. Ég tek því rólega í dag og ætli ég hafi ekk hlaupið mitt síðasta hlaup á þessu ári. Annars fór ég 11 km á fimmtudaginn og 9,2 km í gærmorgun í roki og hríð. Hálkugormarnir komu sér afar vel í því færi.
miðvikudagur, desember 14, 2005
Meiri myrkraverk
Ég fór í Poweradeá fimmtudagskvöld síðast og gekk þolanlega miðað við ástundun síðustu vikna. Ég slefaði þetta á 44 mínútum rúmum og var orðinn æði þreyttur í rafveitubrekkunni. Ég halaði inn 7 stig og finnst mér það furðu gegna að eftir því sem ég er í lakara formi gengur mér betur í samanburði. Til að mynda hef ég nokkrum sinnum unnið minn aldursflokk í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar, sem haldið er á sumardaginn fyrsta ár hvert. Þá hef ég verið í slöku formi, en það vill mér til happs að hlaupið er afar fámennt og eru yfirleitt 3-4 í mínum aldursflokk. Þeir hinir sömu eru þá í lélegra formi en ég og í allt öðrum þyngdarflokki.
Ég hljóp ekkert um helgina,
6,5 á mánudag stígandi tempó í 5 km og rólega 1,5. Í gær fór ég 9 km byrjaði 6,5 rólega með skokkhópnum og tók svo 4x380 m stígandi á tempói 4:02, 3:52, 3:44, 3:36. Mér leið ágætlega eftir þetta og vonandi fer formið að koma.
Ég hljóp ekkert um helgina,
6,5 á mánudag stígandi tempó í 5 km og rólega 1,5. Í gær fór ég 9 km byrjaði 6,5 rólega með skokkhópnum og tók svo 4x380 m stígandi á tempói 4:02, 3:52, 3:44, 3:36. Mér leið ágætlega eftir þetta og vonandi fer formið að koma.
föstudagur, desember 09, 2005
Myrkraverk
Í gærkveldi var hlaupið Powerade, veður var gott hiti yfir frostmarki og austan kaldi. Stígarnir voru auðir fyrir utan 10 m hálkukafla en skyggni var afleitt, sérstaklega þegar flóðljósin við Árbæjarlaug bar við sjóndeildarhring, þá sá ég ekki neitt og hljóp eftir minni. Tíminn var slakur, eða rúmar 44 mínútur, 15 sekúntur slakara en síðast og í betri aðstæðum. En þar sannast hið formkveðna að uppskeran er í samræmi við sáninguna. Ég hef nefninlega verið frekar latur við hlaupaæfingar og ekki náð 20 km á viku sl 3 vikur. Nú er bara að gyrða sig í brók og vera duglegri á aðventunni. Ég þarf fyrst og fremst að bæta við 12-15 km hlaupi einu sinni í viku, því að 5 km formið er ágætt, en heldur fer að halla undan fæti seinni hluta hlaups.
föstudagur, desember 02, 2005
Letinginn....
Ég er latur maður að eðlisfari og finnst fátt eins gefandi og að liggja uppi í sófa eða fletta í gegn um dagblöðin. Samt hef ég verið nokkuð duglegur síðustu vikur, nema hvað varðar hlaupin. Síðustu tvær vikur á undan þessari hef ég bara hlaupið einusinni hvora vikuna 9 km í hvort skipti. Þessi vika ætlar að verða betri því nú er ég búinn að hlaupa tvisvar eða samtals 18 km, og vikan er ekki búin. Ég ætla að reyna að hysja upp um mig brækurnar og vera duglegur fram að næsta Powerade hlaupi, því þar ætla ég að gera betur en síðast.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)