laugardagur, júní 04, 2005
Látum verkin tala
Ég stóð ekki við það að hlaupa í hádeginu í gær. Var eitthvað aðeins tæpur í náranum að mér fannst og var þreyttur eftir gærdaginn. Ákvað að láta kroppinn njóta vafans. Hljóp hinsvegar heim í dag 6 km leið. Ég fór þetta á svona milli tempói upp á 4:48. var frekar þungur á mér, sem kannski helgast ða einhverju leiti af því að ég hélt á veskinu mínu og gemsanum og það munar um það þótt ótrúlegt sé (kannski þarf maður að fara að lyfta lóðum). Kvöldið fór í þrif og svo tókum við Björn í spil sem heitir “Osiris og Iris” sem er bísna skemmtilegt og ekki allt þar sem það er séð. Það byggir á því m.a. að skemma fyrir andstæðingnum, ekki ósvipað og í myllu eða skák, en þó allt öðruvísi. Læt þetta duga í bili, en ég held að ég sé að komast upp á lagið með að blogga....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli