fimmtudagur, júní 02, 2005
Gaman í Elliðaárdal
Í gær tók ég sýruæfingu í Elliðaárdalnum, þetta er æfing þar sem ég jogga rólega í c.a. 1,5 km og hleyp síðan á c.a. 85 - 90% púls í 20 mínútur (170 -180). Ég hleyp upp með Elliðaánum frá Breiðholtsbraut, upp að brúnni við Árbæjarlaug niður að og yfir stífluna og síðan niður með elliðaánum. Fyrsta 1.5 km er upp í móti, næstu 2.5 km eru nokkurnveginn á jafnsléttu og restin er niður í móti. Í gær hljóp ég 4.58 km á þessum 20 mín sem gerir 4:21 mín/km. Formið er að koma smátt og smátt því að síðast rétt slefaði ég 4.5 km og þar áður tæpa 4.4 km. Meðalpúlsinn er líka á niðurleið þannig að ég er að gera eitthvað rétt. Í dag ætla ég að skokka rólega í hádeginu 5 - 7 km á c.a. 5 mínútna tempói. Stefnan er að hlaupa c.a 40 km í þessari viku. Það eru 27 komnir í hús og aðeins 13 eftir, þannig að þetta ætti að hafast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli