Við Björn fórum til New York í sex daga. Tilgangur ferðarinnar var þríþættur. Í fyrsta lagi að kaupa gítar fyrir Björn, í öðru lagi að skoða stórborgina og í þriðja en ekki síðasta lagi að fara á tónleika með uppáhalds tónlistarmanni okkar feðga. Sá heitir Phil Keaggy og spilar feykivel á gítar. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða rafmagnaðan eða órafmagnaðan. Gítarinn sem Björn keypti er forláta Gibson Les Paul Studio, hvítur að lit, gott hljóðfæri sem þægilegt er að spila á og hljómar vel.
Í New York skoðuðum við m.a. American Museum of Natural History, Empire State bygginguna, NBC, Rockefeller Center, Frelsisstyttuna, Ellis Island, World Trade Center reitinn og Kínahverfið. Við fórum á söngleikinn Spamalot, sem er byggður á hugmyndum frá Monty Python hópnum. Það er skemmst frá því að segja að það var mjög skemmtilegt.
Á föstudeginum tókum við bílaleigubíl og keyrðum sem leið lá til Kingston í NY fylki. Þetta er smábær 100 kílómetra fyrir norðan New York borg, og var víst um tíma höfuðborg fylkisins árið 1777 (sú fyrsta). Tónleikarnir voru haldnir í lítilli kirkju og voru þeir tvískiptir. Í fyrri hluta þeirra stóð hann einn á svið með kassagítar að vopni. Phil notar mikið tækni sem kallast á ensku looping, sem byggist á því að hann tekur upp stef og byggir síðan ofan á það öðrum stefum. Þannig getur hann verið eins manns hljómsveit. Eftir hlé stigu á stokk bassaleikarinn Toni Levin og trymbillinn Jerry Marcotta. Þeir félagar eru ef til vill frægastir fyrir að spila reglulega með Peter Gabriel, og spiluðu þeir meðal annars á því víðfræga lagi Sledge Hammer.
Phil bað náðarsamlegast um að fá að spila á nýja gítarinn hans Björns. og varð hann góðfúslega við þeirri bón, það var ekki leiðinlegt og fékk gítarinn góða dóma hjá meistaranum.
Hvað varðar hlaupaiðkun, þá var hún hófleg. Ég reimaði fjórum sinnum á mig skóna. Fyrsta skiptið fórum við Björn saman upp í Central Park, Björn fékk einhver eymsli í hné, þannig að skokkið var styttra en til stóð. Í Kingston tók ég hraða 6 kílómetra. Að lokum hljóp ég 9,7 km hring í Central park tvisvar sinnum. Fyrra skiptið í 30 stiga hita og seinna skiptið í 20 stigum. Seinna skiptið var mun þægilegra en hið fyrra. Tempóið var þokkalegt eða c.a. 4:10-4:15 min/km.
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Sumarið er tíminn...
Ég hef ekki fundið hjá mér þörf fyrir að blogga síðasta mánuðinn. Þessi mánuður hefuð þó síður en svo verið tíðindalítill. Ég hef hlaupið minna en vonir stóðu til, en hef þó náð að taka 2 æfingar á viku.
Við fjölskyldan gerðum víðreist í fríinu. Fimm nætur að Hólum í Hjaltadal, skoðuðum þar meðal annars Síldarminjasafnið, Vesturfarasetrið, Hólastað, Skagann, Kántríbæ og gengum upp í Gvendarskál svo eitthvað sé tínt til. Þarna náði ég 2 snörpum sprettum
Eftir þetta fórum við suður Kjöl í Kirkjulækjarkot þar sem við vorum 4 nætur í góðu yfirlæti. Frekar lítið hlaupið, en náði þó að sperra mig einu sinni hraða 8 kílómetra.
Leiðin lá svo í Skaftafell 3 nætur, einn sprettur þar upp að Svínafellsjökli og til baka 13 kílómetrar söfnuðust þar í sarpinn. Í Skaftafelli skoðuðum við Svartafoss og bræður hans, gengum áleiðis inn í Morsárdal og sandinn til baka.
Veðurspáin var ótrygg, en við ákváðum samt að skella okkur á Höfn, þar sem við undum tvær nætur og jafn marga daga. Ég tók 5 yassóa á nýju tartaninu, en unglingalandsmótið var haldið þarna helgina áður. Á Höfn hittum við fyrir vinnufélaga minn hann Jón Garðar, og áttum við saman notalega kvöldstund í pallhýsinu hans.
Heim var haldið þar sem veðurspáin var frekar köld og blaut á NA landi. Heima var veður frábært og náðum við að þvo þvotta og mála einn skjólvegg áður en við héldum norður heiðar í brúðkaup Páls og Ingibjargar. Páll þessi er bróðir Guðfinnu. Einn 21 kílómetra heiðmerkurtúr .
Til Akureyrar var haldið á miðvikudagsmorgni, Guðfinna fór í skólann meðan við hin í fjölskyldunni undum okkur við aðra hluti. Ég náði að jogga 16 kílómetra hring vítt og breitt um sunnanverðan Akureyrarbæ. Það hafði góð áhrif á matarlistina mína. Á fimmtudegi héldum við sem ekki lærðum til berja í Hörgárdal, þar voru væn ber sem voru etin með stæl um kvöldið.
Að öðru leyti var ekki hlaupið fyrir norðan, en til gamans má geta að brúðkaupið tókst með eindæmum vel og voru allir sjálfum sér til sóma, jafnt brúðhjón sem aðrir veislugestir.
Á mánudag hljóp ég heim úr vinnu og hjólaði sömu leið í vinnu daginn eftir.
Við fjölskyldan gerðum víðreist í fríinu. Fimm nætur að Hólum í Hjaltadal, skoðuðum þar meðal annars Síldarminjasafnið, Vesturfarasetrið, Hólastað, Skagann, Kántríbæ og gengum upp í Gvendarskál svo eitthvað sé tínt til. Þarna náði ég 2 snörpum sprettum
Eftir þetta fórum við suður Kjöl í Kirkjulækjarkot þar sem við vorum 4 nætur í góðu yfirlæti. Frekar lítið hlaupið, en náði þó að sperra mig einu sinni hraða 8 kílómetra.
Leiðin lá svo í Skaftafell 3 nætur, einn sprettur þar upp að Svínafellsjökli og til baka 13 kílómetrar söfnuðust þar í sarpinn. Í Skaftafelli skoðuðum við Svartafoss og bræður hans, gengum áleiðis inn í Morsárdal og sandinn til baka.
Veðurspáin var ótrygg, en við ákváðum samt að skella okkur á Höfn, þar sem við undum tvær nætur og jafn marga daga. Ég tók 5 yassóa á nýju tartaninu, en unglingalandsmótið var haldið þarna helgina áður. Á Höfn hittum við fyrir vinnufélaga minn hann Jón Garðar, og áttum við saman notalega kvöldstund í pallhýsinu hans.
Heim var haldið þar sem veðurspáin var frekar köld og blaut á NA landi. Heima var veður frábært og náðum við að þvo þvotta og mála einn skjólvegg áður en við héldum norður heiðar í brúðkaup Páls og Ingibjargar. Páll þessi er bróðir Guðfinnu. Einn 21 kílómetra heiðmerkurtúr .
Til Akureyrar var haldið á miðvikudagsmorgni, Guðfinna fór í skólann meðan við hin í fjölskyldunni undum okkur við aðra hluti. Ég náði að jogga 16 kílómetra hring vítt og breitt um sunnanverðan Akureyrarbæ. Það hafði góð áhrif á matarlistina mína. Á fimmtudegi héldum við sem ekki lærðum til berja í Hörgárdal, þar voru væn ber sem voru etin með stæl um kvöldið.
Að öðru leyti var ekki hlaupið fyrir norðan, en til gamans má geta að brúðkaupið tókst með eindæmum vel og voru allir sjálfum sér til sóma, jafnt brúðhjón sem aðrir veislugestir.
Á mánudag hljóp ég heim úr vinnu og hjólaði sömu leið í vinnu daginn eftir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)