þriðjudagur, október 05, 2004

Nýjustu fréttir....

Um helgina fór ég í sumarbústað með vinnufélögum og hafði það bísna gott. Á Laugardagskvöldið fórum vð Guðfinna á tónleika með Van Morrison. Í stuttu máli voru tónleikarnir tær snilld. Eina sem hægt er að setja útá var að þeir voru helst til stuttir, það vantaði svona 20 - 30 mínútur uppá.... Þarna var hver snillingurinn á fætur öðrum. Saxafónleikarinn var þar fremstur meðal jafningja, hann skyggði jafnvel á meistarann sjálfann (sem þó var ekkert slor).

Þriðja vika kennaraverkfallsins er nú í fullum gangi. Ég var heima hjá krökkunum fram til tvö í dag. Sem betur fer er ég í aðstöðu til að vinna heiman frá mér, en þessu verður að fara að linna.

Engin ummæli: