föstudagur, október 15, 2004

4. vikunni að ljúka

Jæja, þá er kennaraverkfallið búið að vara í 4 vinnuvikur og börnin mín hafa misst úr samtals 40 daga í skóla og munar um minna. Þetta fer nú að vera gott og mér finnst að þessai störukeppni mætti fara að ljúka. Ég er ekki mikið inni í þesu máli, en þetta er væntanlega eins og venjulega. Kennarar vilja meira fyrir minna og viðsemjendur þeirra minna fyrir meira. Vandamálið er hinsvegar að sveitafélögin eru milli steins og sleggju. Tekjustofnar þeirra eru ákvarðaðir af ríkinu, sem er stikk frí í þessu máli. Ég blæs á það að þau rök ríkisstjórnarinnar að hún geti ekkert gert vegna þess að það séu í gildi samningar milli ríkis og sveitafélaga um rekstur grunnskóla. Mig grunar að það sé ekki jafnt gefið í þeim samningum. Ríkið hefur óneitanlega sterkari samningsstöðu en sveitafélögin.
Mér finnst að mörgu leiti góð hugmynd að sveitafélögin sjái um rekstur grunnskóla svona almennt séð. En það er óneitanlega skondin staða uppi víða um land þar sem fjöldi einstaklingar hafa stofnað einkahlutafélag utan um rekstur sinn, greiða sér hungurlaun og taka tekjurnar inn í gegn um arðgreiðslur (sem bera mun lægri skatt). Þar með verða sveitafélögin af umtalsverðum tekjum. Svo er náttúrulega réttlætismál fyrir þessa sömu einstaklinga að börnin þeirra fái mannsæmandi menntun.
Ríkið samdi rausnarlega við framhaldsskólakennara í síðustu samningum (að allra mati nema kennarana eins og venja er) og það er því eðlilegt að grunnskólakennarar miði sig við þá.... en því miður er bara ekki sami viðsemjandi...
Jæja þá er ég búinn að ausa svolítið úr skálum reiði minnar og get haldið áfram að vinna heima, þar sem einhver þarf að sinna blessuðum börnunum. Þau eru reyndar eins og ljós (enda meira í móðurættina), þannig að þetta bjargast allt saman

þriðjudagur, október 05, 2004

Nýjustu fréttir....

Um helgina fór ég í sumarbústað með vinnufélögum og hafði það bísna gott. Á Laugardagskvöldið fórum vð Guðfinna á tónleika með Van Morrison. Í stuttu máli voru tónleikarnir tær snilld. Eina sem hægt er að setja útá var að þeir voru helst til stuttir, það vantaði svona 20 - 30 mínútur uppá.... Þarna var hver snillingurinn á fætur öðrum. Saxafónleikarinn var þar fremstur meðal jafningja, hann skyggði jafnvel á meistarann sjálfann (sem þó var ekkert slor).

Þriðja vika kennaraverkfallsins er nú í fullum gangi. Ég var heima hjá krökkunum fram til tvö í dag. Sem betur fer er ég í aðstöðu til að vinna heiman frá mér, en þessu verður að fara að linna.