mánudagur, september 24, 2007
Meiddur....
laugardagur, september 08, 2007
10000 / 39:05:45
Ég sá það í blaði allra landsmanna fyrir tilviljun að Meistaramót Íslands í 5000 metra hlaupi kvenna og 10000 metra hlaupi karla færi fram í dag. Þar sem ég tek sjálfan mig ekki of hátíðlega ákvað ég að láta slag standa. Ég sleppti því laugardagsæfingu hlaupahópsins í dag. Ég hef reyndar skrópað nánast í allt sumar, þannig að ekki er ólíkleg búið sé afskrifa mig. Kannski verður slátrað alikálfi þegar týndi sonurinn mætir.
Þegar ég kom á Kópavogsvöll hitti ég þar fyrir Stein Jóhannsson, sem ætlaði að keppa þrátt fyrir óhagstætt veður. Það var nefninlega hellirigning og frískleg gola. Ég bar mig vel og sagði að mér þætti gaman að hlaupa í rigningu. Heldur var þáttakan dræm í kvennahlaupinu. Ein kona mætt, hver önnur en Eva Einarsdóttir. Hún vann náttúrulega hlaupið með glæsibrag á tímanum 19:52. Til hamingju með það, það er tímaspursmál hvenær hún mölvar 40 mínútna múrinn í 10 K.
Ég var aldursforseti í hlaupinu, sá eini í aldursflokknum 40 - 44 ára. Ég ákvað strax að hlaupa mitt hlaup óháð því hvað aðrir gerðu. Ég rak því lestina allt hlaupið, enda hefði ég sprungið á þriðja eða fjórða hring hefði ég reynt að fylgja ungviðinu eftir. Stefnan var tekin á að fara undir 39 mínútur. Metnaðarfullt markmið ef veður og slæleg ástundun er tekin með í reikninginn. Hraðinn var stilltur á 90 sekúntur á hring og hélt ég því í 2,5 kílómetra. Það slokknaði á hlaupaúrinu mínu eftir 1,5 km. En Björn Margeirsson var liðlegur í að öskra á mig tímana á tveggja kílómetra fresti. Þeir voru sem hér segir.
2 km - 7:30; 4 km - 15:20; 6 km - 23:17; 8 km - 31:13; 10 km - 39:06
Þetta var gaman þrátt fyrir að markmiðið næðist ekki.