þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Reiður og sár.....
Nú er ég bæði reiður og sár. Aðalega er ég sár út í þá kennara sem fögnuðu því að mðilunartillagan var felld. Gleðin var fölskvalaus og eins og unnist hefði stórsigur í íþróttakappleik. Málið er hinsvegar grafalvarlegt. Þó að ég hafi í sjálfu sér skilning á því að kennarar hafi hafnað þessum tillögum, finnst mér samt, eðli málsins samkvæmt, að viðbrögð kennara hefðu mátt vera hófstilltari. Svo var ég að frétta að sést hefði til nokkura kennara á Leifstöð á leið til útlanda. Hvað ætla þessir kennarar að gera ef það semst í dag. Eða ætla þeir kannski ekki að semja ?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)